Leit að postulíni
Efni: Postulín
Aðferð: Rannsóknarverkefni
Ár: 2016–2021
Verkefnið er rannsókn á þeim möguleikum og hindrunum sem felast í nýtingu íslenskra jarðefna til að búa til postulín. Kveikjan að leitinni var saga postulíns, áhrif þessa sérstæða efnis á menningu okkar og hvernig það dreif áfram linnulausar tilraunir og tækniframfarir. Þessi þróun leiddi til gríðarmikillar útbreiðslu postulíns, sem er í dag órjúfanlegur hluti af okkar daglega lífi.
Tilraunir með leirvinnslu á Íslandi eru afar nýlegar miðað við flesta aðra stóra menningarheima, sem unnið hafa með leir í árþúsundir. Þegar vinnsla postulíns hófst í Danmörku á síðari hluta 18. aldar munaði þó ekki miklu að Ísland hefði fengið hlutverk í þeirri hröðu iðnþróun sem þá átti sér stað í Evrópu en ekkert varð úr því.
Í verkefninu skoðum við sögu postulíns og þann sess sem jarðefnin í kringum okkur skipa í menningu okkar og samfélagi. Við leiðum sjaldan hugann að því hvaðan efnin koma sem við teljum jafnvel sjálfsögð í okkar daglega lífi. Að baki efnunum liggur þó aldalöng þróun, eins konar framvinda í sambandi manns og náttúru, keyrð áfram af þrotlausri forvitni mannsins sem sífellt leitast við að umbreyta áður ónýtanlegum þáttum náttúrunnar.
Leit að postulíni er drifin áfram af þessari sömu forvitni og þrá eftir umbreytingu, þar sem við tökum efnin úr náttúrulegu samhengi sínu og gefum þeim nýtt hlutverk og form.
Efni: Postulín
Aðferð: Rannsóknarverkefni
Ár: 2016–2021
Verkefnið er rannsókn á þeim möguleikum og hindrunum sem felast í nýtingu íslenskra jarðefna til að búa til postulín. Kveikjan að leitinni var saga postulíns, áhrif þessa sérstæða efnis á menningu okkar og hvernig það dreif áfram linnulausar tilraunir og tækniframfarir. Þessi þróun leiddi til gríðarmikillar útbreiðslu postulíns, sem er í dag órjúfanlegur hluti af okkar daglega lífi.
Tilraunir með leirvinnslu á Íslandi eru afar nýlegar miðað við flesta aðra stóra menningarheima, sem unnið hafa með leir í árþúsundir. Þegar vinnsla postulíns hófst í Danmörku á síðari hluta 18. aldar munaði þó ekki miklu að Ísland hefði fengið hlutverk í þeirri hröðu iðnþróun sem þá átti sér stað í Evrópu en ekkert varð úr því.
Í verkefninu skoðum við sögu postulíns og þann sess sem jarðefnin í kringum okkur skipa í menningu okkar og samfélagi. Við leiðum sjaldan hugann að því hvaðan efnin koma sem við teljum jafnvel sjálfsögð í okkar daglega lífi. Að baki efnunum liggur þó aldalöng þróun, eins konar framvinda í sambandi manns og náttúru, keyrð áfram af þrotlausri forvitni mannsins sem sífellt leitast við að umbreyta áður ónýtanlegum þáttum náttúrunnar.
Leit að postulíni er drifin áfram af þessari sömu forvitni og þrá eftir umbreytingu, þar sem við tökum efnin úr náttúrulegu samhengi sínu og gefum þeim nýtt hlutverk og form.
Bleikjuholt í Mókolsdal
Tilraunir með steypumassa
Bleikjuholt í Mókolsdal
Kísill á Reykjanesi
Tilraun með steypumassa
Efnisleit
Ólöf Erla – Keramiker
olofeb@gmail.com S: 8925544
olofeb@gmail.com S: 8925544
Vinnustofa
Hamraborg 1, 200 kópavogur
Hamraborg 1, 200 kópavogur